KEA selur 46% eignarhlut sinn í Norðlenska

Í samræmi við hluthafasamkomlag frá árinu 2004 milli Búsældar og KEA hefur verið gengið frá kaupum Búsældar á öllu hlutafé KEA í Norðlenska matborðinu ehf. eða 45,5% eignarhlut.  

Í framhaldinu eignast Búsæld allt hlutafé í Norðlenska.  KEA keypti allt hlutafé í Norðlenska matborðinu á árinu 2003 og í framhaldinu voru gerðir samningar við félag bænda um þróun á eignarhaldi þeirra í fyrirtækinu.  Frá því KEA keypti Norðlenska hafa miklar breytingar orðið á rekstrarumhverfi kjötvinnslufyrirtækja til hins betra og mikil hagræðing hefur átt sér stað í greininni.  Norðlenska hefur stækkað umtalsvert á þessum tíma og er nú meðal stærstu fyrirtækja á þessu sviði í landinu.  Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA segist ánægður með að þessi viðskipti séu gengin í gegn, að þessu hafi alltaf verið stefnt þegar KEA fór í þetta verkefni á sínum tíma, þ.e.a.s. að á endanum yrði þetta félag í eigu bænda.  Framtíð félagsins er nú í þeirra höndum og óska ég þeim góðs gengis með fyrirtækið.