KEA hefur selt allan eignarhlut sinn í Hreinsitækni ehf. en KEA átti tæplega 22% eignarhlut í fyrirtækinu. Kaupandinn er framtaksjóðurinn TFII slhf. sem er í umsýslu Íslenskra verðbréfa á Akureyri og á sá sjóður rúmlega helming hlutafjár í Hreinsitækni eftir viðskiptin. Samhliða þessari sölu hefur KEA keypt um 8% hlut í fyrrnefndum framtakssjóði.
Hreinsitækni var stofnað árið 1976 og býður einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum heildarlausnir í þjónustu á fráveitukerfum og hreinsun á gatna- og gönguleiðum. Þjónustustaðir félagsins eru yfir 40 um allt land en starfsstöðvar félagsins eru í Reykjavík og á Akureyri. KEA hefur átt eignarhlut í félaginu síðan 2007.