KEA selur eignarhlut sinn í Hreinsitækni

KEA hefur selt allan eignarhlut sinn í Hreinsitækni ehf. en KEA átti tæplega 22% eignarhlut í fyrirtækinu.  Kaupandinn er framtaksjóðurinn TFII slhf. sem er í umsýslu Íslenskra verðbréfa á Akureyri og á sá sjóður rúmlega helming hlutafjár í Hreinsitækni eftir viðskiptin.  Samhliða þessari sölu hefur KEA keypt um 8% hlut í fyrrnefndum framtakssjóði.

Hreinsi­tækni var stofnað árið 1976 og býður ein­stak­ling­um, fyr­ir­tækj­um og sveit­ar­fé­lög­um heild­ar­lausn­ir í þjón­ustu á frá­veitu­kerf­um og hreins­un á gatna- og göngu­leiðum. Þjón­ust­ustaðir fé­lags­ins eru yfir 40 um allt land en starfs­stöðvar fé­lags­ins eru í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri.  KEA hefur átt eignarhlut í félaginu síðan 2007.