KEA selur félag um 5% hlut í Samkaupum

KEA hefur selt allt hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Bjarma ehf. en það félag hefur haldið utan um 5% eignarhlut í matvörukeðjunni Samkaup hf. KEA hefur átt þennan eignarhlut í að verða 10 ár. KEA fékk tilboð í hlut sinn frá SKEL fjárfestingafélagi sem það taldi sig ekki getað hafnað. KEA er að einfalda eignasafn sitt í samræmi við þá stefnu að fækka en um leið að stækka þau verkefni sem félagið er með á efnahagsreikningi sínum.