KEA selur eignarhlut sinn í Slippnum

KEA hefur selt 12% eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri en KEA hefur verið hluthafi í félaginu allt frá þeim tíma þegar það var endurreist á árinu 2005. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. Sala þessi er hluti af þeim áherslum KEA að fækka verkefnum en um leið að stækka þau verkefni sem félagið heldur á hverju sinni.