KEA selur hlut sinn í Ásbyrgi Flóru

KEA hefur selt allan hlut sinn í Ásbyrgi Flóru ehf. til Ámundakinnar ehf. en það fyrirtæki er stærsti einstaki eigendi Vilko ehf.  KEA keypti upphaflega hlut í félaginu árið 2012  samfara kaupum á framleiðslu- og heildsölufyrirtækinu Maxí og flutningi þess fyrirtækis til Akureyrar. Til stóð að stækka félagið frekar en þau áform náðu ekki fram að ganga né heldur að sameina félagið við önnur sambærileg.  Rekstur félagsins hefur gengið erfiðlega síðustu ár vegna erfiðra ytri skilyrða og versnandi samkeppnisstöðu, s.s. vegna sterkrar krónu og þar með auknum innflutningi samkeppnisvara sem og hækkandi launakostnaði.  Ekki var útlit fyrir að rekstur félagsins myndi batna verulega á næstu misserum.  Tilboð barst í hlut KEA í félaginu og því tilboði var tekið.