KEA stofnaðili í Hofi

Formlegur stofnfundur Menningarfélagsins Hofs ses. var haldinn í dag, þegar þrjátíu og fjórir stofnaðilar undirrituðu skipulagsskrá félagsins og er KEA er einn af stofnaðilum þess.Í stjórn var kjörinn Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla, sem fulltrúi stofnaðila. Aðrir stjórnarmenn eru Freyja Dögg Frímansdóttir, skipuð af Akureyrarbæ og Magnús Þór Ásgeirsson, skipaður af Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Fyrsta verk nýrrar stjórnar verður að ráða framkvæmdastjóra félagsins en umsóknarfrestur um stöðuna rann út í síðasta mánuði. Alls bárust 34 umsóknir um starfið. Áætlað er að formleg opnun Hofs verði í ágúst á næsta ári. Á fundinum var heimasíða hússins tekin í notkun, www.menningarhus.is auk þess sem nýtt merki var kynnt, en hönnuður þess er Þórhallur Kristjánsson.