KEA styður Hjálparstarf kirkjunnar

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir afhenti Jóni Oddgeiri matarpokana.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir afhenti Jóni Oddgeiri matarpokana.
Um helgina stóð yfir söfnun  á Akureyri þar sem fjármunum var safnað til styrktar Hjálparstarfs kirkjunnar.   KEA tók þátt í söfnunni og  færði Hjálparstarfi kirkjunnar 70 matarpoka, sem verða afhentir skjólstæðingum Hjálparstarfsins núna í aðdraganda jólanna.Þetta er þriðja árið í röð sem KEA réttir Hjálparstarfi kirkjunnar hjálparhönd með þessum hætti, en í hverjum matarpoka er KEA-hamborgarhryggur frá Norðlenska og meðlæti. Jón Oddgeir Guðmundsson hefur undanfarin  ár starfað á Akureyri fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og segir hann að þörfin fyrir aðstoð í aðdraganda jólanna hafi aukist ár frá ári.  Beiðnir um aðstoð berast prestum á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsýslum og þeir vísa þeim síðan til Hjálparstarfs kirkjunnar.