KEA styrkir flygilkaup fyrir Þorgeirskirkju

KEA hefur afhent Þingeyskum sagnagarði styrk að fjárhæð 500.000 krónur sem renna til flygilkaupa fyrir Þorgeirskirkju. Flygillinn er af gerðinni Estonia og var kaupverð hans og fylgihluta um 2,2 milljónir króna.

„Styrkveiting KEA skiptir okkur gríðarlega miklu máli því um leið og hún er fjárhagslegur stuðningur við verkefni okkar er hún bæði mikilsverð hvatning og viðurkenning á starfsemi Þingeysks sagnagarðs,“ segir Jóhann Guðni Reynisson, formaður ÞS, í tilefni af styrkveitingunni.
Þingeyskur sagnagarður er félag áhugaaðila um sagnaarfinn og miðlun hans í tengslum við menningartengda ferðaþjónustu sem til dæmis hefur birst í samstarfi við tónlistarhúsið Laugarborg um tónleikahald í Þorgeirskirkju.