KEA styrkir hjálparstarf á Akureyri

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA afhenti í dag samstarfsaðilum hjálparstarfs á Akureyri 700 þúsund króna peningagjöf sem ætluð er til að létta undir með fólki sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin. 


Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn á Akureyri hafa nú tekið höndum saman og vinna sameiginlega að hjálparstarfi á svæðinu.  
 
KEA hefur til margra ára veitt fjármuni í hjálparstarf fyrir jólin og fagnar því samstarfi þessara aðila. 
Jón Oddgeir Guðmundsson, Jón Knútsen, Einar Björnsson og Sigurveig Bergsteinsdóttir veittu gjöfinni viðtöku og sögðu að framlag KEA kæmi svo sannarlega að góðum notum því margir þyrftu aðstoðar við í aðdraganda jóla.