KEA styrkir HSÞ

KEA og HSÞ skrifuðu undir samstarfssamnning á dögunum. Undirskriftin fór fram að Laugum í Reykjadal, við sama tækifæri og ný heimasíða sambandsins var opnuð. Samningur er til eins árs og gerir KEA að einum af aðalstyrktaraðilum HSÞ. KEA hefur í gegnum árin verið Héraðssambandinu öflugur bakhjarl og er þessi samningur framhald af fjögurra ára samningi sem KEA og HSÞ undirrituðu í aðdraganda unglingalandsmótsins sem haldið var að Laugum 2006. Stjórn HSÞ þakkar KEA stuðninginn.