KEA styrkir Íþróttafélagið Völsung á Húsavík

Framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík, hafa undirritað samstarfssamning sem tekur til allra deilda Völsungs.

KEA hefur undanfarin ár stutt við einstakar deildir innan félagsins, en nú hefur verið gerður ítarlegur heildarsamningur sem tekur til allra deilda. Samningurinn, sem gildir til 30. apríl 2009, gerir KEA að einum helsta styrktaraðila Völsungs.  Sveinn segir aðkomu öflugs styrktaraðila á borð við KEA vera gríðarlega mikilvæga fyrir starfið, en skráðir félagsmenn í Völsungi eru rúmlega 700 talsins og virkir iðkendur um 300.