KEA styrkir íþróttafélögin KA og Þór

Í mörg ár hefur KEA stutt við íþróttafélögin KA og Þór og reynst einn af helstu styrktaraðilum félaganna.  Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, hefur undirritað styrktarsamninga  við félögin vegna ársins 2013 og skrifaði Hrefna G. Torfadóttir undir samninginn fyrir hönd KA og Árni Óðinsson fyrir hönd Þórs.  Þau voru sammála um að stuðningur KEA væri afar þýðingarmikill fyrir félögin og efldi starf og uppbyggingu þeirra umtalsvert. Halldór Jóhannsson sagði að KEA legði jafnan metnað sinn í að skila jákvæðri afkomu félagsins út í samfélagið til eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfi á félagssvæðinu og undirritun þessara samninga væri því mikið gleðiefni.