KEA styrkir Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu

Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti í dag peningagjöf að upphæð kr 750.000.- til jólaaðstoðar á Eyjafjarðarsvæðinu. Gjöfin er ætluð til að létta undir með fólki sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin.

Jólaaðstoð er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð.

Hafsteinn Jakobsson og Sigríður M. Jóhannsdóttir tóku við gjöfinni og sögðu að hún kæmi að góðum notum.