KEA styrkir Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA hefur afhent samstarfsaðilum jólaaðstoðar á Eyjafjarðar-svæðinu styrk að upphæð 750 þúsund kr.

Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf Kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri og Rauði krossinn við Eyjafjörð sameina krafta sína við að létta undir með fjölskyldum sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin. 

Við gjöfinni tóku Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, Birna Dís Vilbertsdóttir og Sigríður M. Jóhannsdóttir.