KEA styrkir Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA hefur afhent Jólaaðstoðinni á Akureyri styrk að upphæð 750 þúsund kr.

Allt frá árinu 2013 hefur Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Rauði krossinn við Eyjafjörð og Hjálparstarf kirkjunnar unnið saman að því að veita efnaminni einstaklingum og fjölskyldum aðstoð fyrir jólin í formi gjafakorta í matvöruverslunum. Að sögn Sigríðar M. Jóhannsdóttur er aukin ásókn eftir aðstoð fyrir þessi jól sem skýrist m.a. af atvinnuástandinu og einnig eigi öryrkjar erfiðara með að ná endum saman.

Við gjöfinni tóku Sigríður M. Jóhannsdóttir og Jófríður Traustadóttir frá Mæðrastyrksnefnd, Herdís Helgadóttir frá Hjálpræðishernum og Eydís Ösp Eyþórsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar.