KEA styrkir Jólaaðstoðina í Eyjafirði

Halldór Jóhannsson afhendir Sigríði M. Jónsdóttur og Særúnu Emmu styrkinn
Halldór Jóhannsson afhendir Sigríði M. Jónsdóttur og Særúnu Emmu styrkinn

Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA hefur afhent styrk að fjárhæð 750.000 kr. til Jólaaðstoðarinnar í Eyjafirði. KEA hefur styrkt verkefnið dyggilega undanfarin ár. 

Jólaaðstoðin er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð. Hafa þessir aðilar allt frá árinu 2013 unnið saman að því að veita efnaminni einstaklingum og fjölskyldum aðstoð fyrir jólin í formi gjafakorta í matvöruverslunum. Að sögn Sigríðar M. Jóhannsdóttur, formanns Mæðrastyrksnefndar, hefur aðsóknin aukist enn frekar frá síðustu árum og þörfin fyrir aðstoð af þessu tagi er ákaflega mikil.

Við gjöfinni tóku Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd og Særún Emma frá Hjálpræðishernum.