KEA styrkir Landsmót UMFÍ

Við undirritun samningsins, Kristján Þór Júlíusson, Halldór Jóhannsson og Helga G. Guðjónsdóttir
Við undirritun samningsins, Kristján Þór Júlíusson, Halldór Jóhannsson og Helga G. Guðjónsdóttir
Framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson hefur undirritað samstarfssamning við Ungmennafélag Íslands og Landsmótsnefnd UMFÍ 2009.Halldór segir KEA hafa lagt fram umtalsverðar fjárhæðir til styrktar  íþróttum og íþróttaiðkun á svæðinu og segir hann það ánægulegt fyrir félagið að koma að svo stóru og glæsilegu móti sem Landsmót Ungmennafélaganna er, en KEA er annar aðal styrktaraðili mótsins.
Eitt hundrað ár eru síðan fyrsta landsmót ungmennafélaganna var haldið á Akureyri og verður þessara tímamóta minnst með ýmsum hætti á mótinu í sumar. Miðpunktur mótshaldsins verður á nýjum íþróttaleikvangi Akureyrarbæjar á svæði Íþróttarfélagsins Þórs, en viðburðir verða í flestum íþróttamannvirkjum Akureyringa mótsdagana. Gert er ráð fyrir að keppendur á mótinu verði á annað þúsund og gestir á milli 10-20 þúsund. Keppnisgreinar á mótinu verða um tuttugu, auk átta starfsgreina, fimm kynningargreina og íþróttagreina fyrir eldri ungmennafélög.

Kristján Þór Júlíusson, formaður Landsmótsnefndar, segir að nefndin sé þakklát þeim mikla skilningi og velvilja sem Landsmótið hefur hlotið og segir að nefndin muni sannarlega leggja sig fram um að halda glæsilegt og eftirminnilegt mót á Akureyri í sumar.