KEA styrkir ritun verslunar- og viðskiptasögu Akureyrar

Eins og kemur fram í Vikudegi hefur verið stofnað verkefni um ritun og sögu verslunar og viðskipta á Akureyri, frá upphafi til okkar daga. Markmiðið er að gefa út vandaða og ítarlega bók um efnið árið 2017. Stefnt er að því að bókin verði 400 til 500 síður með ítarlegum texta um efnið og fjölbreyttu myndefni. Verkefnið felst í því að rannsaka og rita rækilega sögu verslunar og viðskipta á Akureyri ( og Gásum ) frá miðöldum til ársloka 2015.

Myndin er tekin á skrifstofum KEA þegar Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri afhenti stjórn verkefnisins styrk til útgáfunnar.