KEA styrkir Þór

Ingibjörg Ösp Stefnánsdóttir markaðsfulltrúi KEA og Sigfús Ólafur Helgason undirrituðu samningin.
Ingibjörg Ösp Stefnánsdóttir markaðsfulltrúi KEA og Sigfús Ólafur Helgason undirrituðu samningin.
KEA og Íþróttafélagið Þór skrifuðu nýverið undir auglýsingar- og styrktarsamning til eins árs. Samningurinn nær til allrar starfssemi félagsins og er þetta í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður. Undirritunin fór fram í lokahófi Þórs í Hamri. Mikill fjöldi gesta tók þátt í hófinu þar sem knattspyrnufólkið var verðlaunað fyrir margvísleg afrek sumarsins sem öll voru hin glæsilegustu og félaginu til mikilla sóma.
Sigfús Helgason sagði við þetta tækifæri að stuðningur KEA við Þór hefði á síðustu árum haft mikið að segja fyrir uppbyggingu á starfi félagsins og að nýr samningur væri afar þýðingamikill fyrir félagið.