KEA styrkir Völsung

Framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík, hafa undirritað samstarfssamning sem tekur til allra deilda Völsungs. 

Þetta er annað árið í röð sem KEA  gerir ítarlegan heildarsamning sem tekur til allra deilda félagsins. Samningurinn, sem gildir til 30. maí 2010, gerir KEA að einum helsta styrktaraðila Völsungs. Sveinn segir aðkomu styrktaraðila á borð við KEA vera mjög mikilvæga fyrir starfsemi félagsins og efli íþróttastarfið á svæðinu sem og forvarnarstarf ungmenna.