KEA úthlutar 5,3 milljónum króna úr Háskólasjóði

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhentu 5,3 milljónir króna úr Háskólasjóði KEA við athöfn sem fram fór á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð 12. júní. Þetta er í áttunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA. Samkvæmt samkomulagi sem KEA og Háskólinn á Akureyri gerðu með sér eru veittir námsstyrkir, styrkir til rannsókna, búnaðarkaupa og sérverkefna. Einnig eru veitt verðlaun vegna námsárangurs til nemenda á hug- og félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði og viðskipta- og raunvísindasviði.

Við úthlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, þar sem verkefni fela í sér ný eða aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk og eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.

Úthlutun námsstyrkja og verðlaun vegna námsárangurs voru samtals 7 og til úthlutunar voru rúmlega 1,1 milljón króna.
Umsóknir í flokki rannsókna, til búnaðarkaupa og sérverkefna voru 29 talsins og upphæðin sem sótt var um rúmar 23 milljónir. Tólf styrkir voru veittir en alls komu rúmar 4,2 milljónir til úthlutunar.


Eftirtalin rannsóknarverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA:

Samfélagssamheldni á Akureyri/Eyjafirði
Birgir Guðmundsson
Kr. 200.000,-

Lífsgildi, siðferði og samfélagsrammi sem liggja til grundvallar háskólakennslu í viðskiptafræðum Hafdís Björg Hjálmarsdóttir
Kr. 400.000,-

Erfðabreytileiki og stofnsveiflur rjúpunnar á Norðausturlandi
Kristinn P. Magnússon
Kr. 300.000,-

Örveruvistfræði Glerár og skimun eftir lífhreinsibakteríum
Oddur Vilhelmsson
Kr. 400.000.-

Félags -og efnahagsleg áhrif skotveiðitengdrar ferðaþjónustu
Hjördís Sigursteinsdóttir
Kr. 400.000,-

Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri
Þóroddur Bjarnason
Kr. 300.000,-

Eftirtaldir fengu styrki til búnaðarkaupa:

Kaup á vatnseimingartæki
Viðskipta- og raunvísindasvið
Kr. 250.000,-

Endurnýjun og viðbætur á tækjabúnaði fyrir sýnikennslu í hjúkrunarfræði á 1. og 2. ári og þjálfunar í líkamsmati
Heilbrigðisvísindasvið
Kr. 300.000,-

Kennslubúnaður fyrir atferlismótun gullfiska
Hug- og félagsvísindasvið
Kr. 50.000,-

Kaup á hugbúnaðarforriti til skönnunar á rannsóknargögnum
RHA
Kr. 600.000,-


Styrkir vegna sérverkefna:

Markaðs- og kynningarsvið Háskólans á Akureyri
Kr. 500.000,- vegna heimildarþáttar um vísindi
Kr. 500.000,- til annarra verkefna á sviði markaðs- og kynningarmála

Eftirtaldir nemar fengu styrki til meistaranáms við Háskólann á Akureyri:

Hug- og félagsvísindasvið
Anna Lilja Sigurvinsdóttir
Kr. 250.000,-

Viðskipta- og raunvísindasvið
Halldór Pétur Ásbjörnsson
Kr. 250.000,-

Viðskipta- og raunvísindasvið
Helga Rakel Guðrúnardóttir
Kr. 250.000,-

Hug- og félagsvísindasvið
Kristín Linda Jónsdóttir
Kr. 250.000,-

Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:

Viðskipta- og raunvísindasvið:
Arnhildur Ásdís Kolbeinsdóttir
Kr. 50.000

Heilbrigðisvísindasvið:
Eva Mjöll Júlíusdóttir
Kr. 50.000

Hug- og félagsvísindasvið:
Karítas Jónsdóttir
Kr. 50.000