KEA úthlutar sjö milljónum króna úr Háskólasjóði

Á háskólahátíðinni sem fram fór í Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri laugardaginn 14.júní sl. afhentu Kristján Möller, samgönguráðherra og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA sjö  milljónir króna úr Háskólasjóði KEA.

Samstarfsyfirlýsing KEA og Háskólans á Akureyri um styrktarverkefni var fyrst undirrituð þann 31. október 2002 og hefur frá þeim tíma verið úthlutað árlega  úr sjóðnum. Þann 8. september 2007 var samningurinn endurnýjaður og bættust við styrkir til búnaðarkaupa og almennir námsstyrkir. Við úthlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, verkefna sem fela í sér aukin eða útvíkkuð tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn eða verkefni sem eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins. Einnig veitti KEA nemendum í viðskipta- og raunvísindadeild viðurkenningar fyrir námsárangur á brautskráningu Háskólans.

Árlega getur stjórn sjóðsins ráðstafað allt að tveimur milljónum króna til sérstakra verkefna sem eru til þess fallin að efla enn frekar starf HA og/eða stuðla með einum eða öðrum hætti að frekari uppbyggingu og vexti skólans. Þetta geta verið sérstök átaks- eða þróunarverkefni innan einstakra deilda eða verkefni sem tengjast skólanum í heild. Stjórn Háskólasjóðs KEA hefur ákveðið að ráðstafa 1,5 millj. kr. til þess að auka stuðning við rannsóknir innan HA. Fénu verður varið í sérstakt átaksverkefni innan HA sem felst í því að fjölga birtingum starfsmanna á greinum í framúrskarandi fræðiritum.  Greinaskrif í framúrskarandi fræðirit er ein helsta vísbending um gæði rannsóknastarfs háskóla en HA hefur náð umtalsverðum árangri á því sviði sem mikilvægt er að viðhalda og jafnframt að sækja enn lengra fram. Háskólinn á Akureyri leggur fram 8,5 milljónir kr. í þessu skyni. Tilkynnt var um þetta við úthlutunina í dag.

Umsóknir sem bárust sjóðnum að þessu sinni voru 28 talsins og upphæðin sem sótt var um rúmar  23 milljónir.  Níu aðilar fengu styrk en alls komu rúmar 7 milljónir til úthlutunar að þessu sinni.


Eftirtalin rannsóknarverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA árið 2008:

Nýting hitakærra brennisteinsbaktería í líftækni.
Jóhann Örlygsson
Kr. 500.000

Aðdragandi jarðskjálfta fyrir Norðurland og viðvaranir um þá.
Ragnar Stefánsson
Kr. 1.000.000

Uppsetning rauntíma-mæliaðferða (RT-PCR) til greiningar ónæmissvörunar í þorski
Rannveig Björnsdóttir
Kr. 500.000

Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri
Þóroddur Bjarnason
Kr. 350.000.-

Eftirtaldir fengu styrki til búnaðarkaupa:

Kaup á tanki til síræktunar
Jóhann Örlygsson
Kr. 500.000

Styrkur til kaupa á skanna
RHA
KR. 500.000

Tækjakaup til uppbyggingar sameindalíffræðistofu
Rannveig Björnsdóttir
Kr. 500.000

Styrkur til kaupa á HLPC tæki
Sigþór Pétursson
Kr. 500.000
Sérstakur stuðningur við átaksverkefni í rannsóknum við HA:
Kr. 1.500.000

Eftirtaldir brautskráðir nemar frá HA fengu styrki til framhaldsnáms:

Andrea Hjálmsdóttir
Nemandi í meistaranámi í University of British Columbia(UBC)
Kr. 400.000

Guðmundur Ævar Oddsson
Nemandi í meistaranámi í University of Missouri
Kr. 400.000

Guðný Júlíanna Jóhannsdóttir
Nemandi í meistaranámi í Háskólanum á Akureyri
Kr. 200.000


Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í viðskipta- og raunvísindadeild:

Viðskiptaskor, B.S.:
Einar Hafliðason            
Kr. 50.000

Raunvísindaskor, B.S.:
Laufey Hrólfsdóttir                                 
Kr. 50.000

Meistaranám í auðlindafræði:
Hildur Vésteinsdóttir                              
Kr. 50.000