KEA úthlutar úr Menningar- og viðurkenningasjóði

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti í dag styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA.  Að þessu sinni hlutu 26 einstaklingar og félagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 4,4 milljónir króna.

Auglýst var eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð KEA þann 24. október,  umsóknarfrestur var til 6. nóvember sl. og bárust alls 102 umsóknir.

Að þessu sinni var auglýst eftir styrkumsóknum í tveimur flokkum samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins, þ.e. í flokki almennra styrkja og í flokki þátttökuverkefna.

Flokkur almennra styrkja. Hver styrkur kr. 100.000.  Eftirtaldir fengu úthlutun:

  • Safnasafnið - Alþýðulistasafn Íslands, vegna sex samstarfsverkefna með ýmsum aðilum.
  • Magnús Aðalbjörnsson, vegna ritunar sögu Gagnfræðaskólans á Akureyri.
  • Bílaklúbbur Akureyrar, til að gera upp elsta vörubíl á Eyjafjarðarsvæðinu.
  • Kammerkór Norðurlands, til að halda tónleika og hljóðrita núverandi söngskrá.
  • Guðmundur Ingi Jónatansson, til þess að vinna ljósmyndafilmur á rafrænt form, myndir frá Dalvík og nágrenni.
  • Menningar- og listasmiðjan á Húsabakka, til að starfrækja Menningar- og listasmiðju á Húsabakka.
  • Kvennakór Akureyrar, til að gefa út geisladisk og fara í tónleikaferð.
  • Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey, til að halda kóramót í apr. 2008.
  • Karlakór Siglufjarðar, vegna tónleikahalds og þátttöku í kóramótum.
  • Íþróttafélagið Þór á Akureyri, til öflunar gagna um sögu Þórs í tilefni af 100 ára afmæli félagsins.
  • Herhúsfélagið, til reksturs hússins, þar sem listamönnum er boðin vinnuaðstaða og gisting.
  • Skákfélagið Goðinn, til kaupa á útbúnaði til skákiðkunar.
  • Birna Björnsdóttir, vegna námskeiða fyrir börn og unglinga í listsköpun.
  • Í fínu formi, Kór félags eldri borgara á Akureyri, til reksturs kórsins.
  • Roar Kvam, til tónleikahalds með Kvennakórnum Emblu.
  • GalleriBOX, til að halda ýmsar sýningar og uppákomur.
  • Hólmgeir Sigurgeirsson, vegna heimildamyndar um sögustaði í Eyjafirði.
  • George Hollanders, til að setja upp sýningu úti á víðavangi víðs vegar um Eyjafjarðarsveit.
  • Þórarinn Stefánsson, til að gefa út geisladisk, útsetningar fyrir píanó á ísl. þjóðlögum.
  • Guðmundur Þ. Júlíusson og Árni Geir Helgason, til að endurgera og breyta gömlum eikarbáti sem smíðaður var í Slippstöðinni 1971.
  • Snow Magic "Mývatn - töfraland jólanna", jólasveinaverkefni í Mývatnssveit.
  • Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, til reksturs starfseminnar.

 

 

Eftirtaldir fengu styrk í flokki þátttökuverkefna:

  • Kammerkórinn Hymnodia, vegna tónleikahalds í Akureyrarkirkju 1. desember sl. þar sem minnst var 300 ára ártíðar þýska tónskáldsins Dietrich Buxtehudes - kr. 150.000.
  • Þórir Ó. Tryggvason, til að koma filmum yfir á stafrænt form - kr. 150.000.
  • Snæuglan ehf., áður Fuglasafn Sigurgeirs, til að skrá safnmuni - kr. 150.000.
  • Sumarbúðir KFUM og KFUK að Hólavatni, til að reisa nýja svefnskála við sumarbúðirnar að Hólavatni - kr. 1.750.000.