Málverk af Brynjólfi Sveinssyni fært Menntaskólanum á Akureyri

Stjórn KEA færði Menntaskólanum á Akureyri á dögunum málverk, mynd af Brynjólfi Sveinssyni menntaskólakennara, sem um árabil átti sæti í stjórn KEA.

Brynjólfur Borgfjörð Sveinsson var frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði, fæddur 29. ágúst 1898. Hann fór norður í skóla, eins og það hét, lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927. Hann kom rakleitt norður á ný og var kennari hér frá 1927 til 1970, í 43 ár. Aðalkennslugrein Brynjólfs var íslenska, en hann kenndi einnig stærðfræði, eðlisfræði og landafræði. Brynjóllfur lést 14. september 1982.

Það var altíða á þessum árum að menntaskólakennarar gegndu ýmsum öðrum störfum, meðal annars í almannaþjóðnustu eins og í bæjarstjórn og bæjarnefndum eða í stjórnum félaga. Brynjólfur var meðal annars árum saman í stjórn Kaupélags Eyfirðinga á Akureyri og um skeið stjórnarformaður KEA. Það mun hafa verið þá sem félagið fékk Halldór Pétursson listmálara ti að gera þessa mynd af Brynjólfi árið 1969.

Og sem fyrr segir hefur stjórn KEA nú fært skólanum myndina af Brynjólfi til varðveislu.