Meðferð persónuupplýsinga hjá KEA

Vegna gildistöku nýrrar persónuverndarreglugerðar (GDPR) í Evrópu sem tók gildi hér á landi í dag 15. júlí með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, hefur KEA birt persónuverndarstefnu félagsins þar sem fram kemur hvernig félagið notar og vinnur með persónugreinanlegar upplýsingar í tengslum við starfsemi sína. Þeir félagsmenn sem gefið hafa upp netfang sitt fá send tilboð KEA kortsins auk þess sem upplýsingar tengdar starfsemi félagsins kunna að verða sendar á póstlistann. Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er. Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi persónuverndarstefnuna á netfangið kea@kea.is