Rannsókna- og menntastyrkir

Fyrr á árinu var styrkveitingarumgjörð Menningar- og viðurkenningarsjóðs KEA breytt.  Í því fólst m.a. að Háskólasjóður KEA var lagður niður sem slíkur en í hans stað kemur nýr styrkjaflokkur sem heyrir undir Menningar- og viðurkenningarsjóð KEA og tekur á mennta- og rannsóknarstyrkjum.  Um er að ræða styrki til rannsóknarverkefna við menntastofnanir á félagssvæði KEA sem og stuðning við ýmis mennta-, heilbrigðis- og rannsóknartengd verkefni.  Í því samhengi er m.a. horft til samstarfsverkefna mennta- og rannsóknarstofnana sem og verkefni er stuðla að bættum aðbúnaði og tækjakaupum sem  efla  innviði stofnana á félagssvæðinu.

Bréf hafa verið send á mennta- og heilbrigðisstofnanir á svæðinu þar sem forsvarsmenn þeirra eru hvattir til að kynna þennan nýja flokk fyrir starfsfólki sínu. Fyrirhugað er að úthluta úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA um mánaðarmótin nóv/des.

Hér má nálgast umsóknareyðublað fyrir Rannsókna- og menntastyrki