Miðlun kaupir PSN Samskipti og Greiningahúsið

Miðlun ehf hefur keypt rekstur PSN Samskipti ehf og Greiningahússins ehf.  Þar með býður Miðlun þjónustu við vinnslu úrtaka og greiningu markhópa og eflir ennfremur samskiptaver og kannanasvið félagsins.

Miðlun er þjónustufyrirtæki á sviði viðskiptatengsla.  Fyrirtækið  aðstoðar viðskiptavini sína með því að sinna símsvörun, hringja í viðskiptavini og almenning, gera skoðanakannanir og hafa milligöngu um viðskipti fyrirtækja og neytenda.

 

Hjá félaginu starfa 30 sérfræðingar á sviði viðskiptatengsla í fullu starfi og fjöldi lausráðinna starfsmanna sem annast úthringiverkefni. Félagið er til húsa að Nóatúni 17, Reykjavik og Glerárgötu 36, Akureyri. Í starfsstöð félagsins á Akureyri er rekið fullkomið samskiptaver fyrir inn- og úthringingar.