Nýir samstarfsaðilar KEA kortsins

KEA hefur gert samkomulag við nýja samstarfsaðila, sem eru nú að veita afslátt gegn framvísun KEA-kortsins. Má þar nefna Vélavör ehf. Gleráreyrum 2, Akureyri, búvélaverkstæði en fyrirtækið býður 7% afslátt af varahlutum á verkstæðinu á Akureyri. Kraftbílar, Draupnisgötu 6, Akureyri, umboðs- og þjónustuaðili fyrir MAN og KRAFTVÉLAR ásamt því að útvega varahluti í allar gerðir stærri tækja. Kraftbílar býður 7% afslátt af varahlutum. IHA, Ingvar Helgason, Óseyri 5a, Akureyri. Fólksbílaverkstæði, býður 7% afslátt af varahlutum á verkstæði IHA á Akureyri. Sjá nánar á www.keakort.is