Nýr starfsmaður hjá KEA

Björn Gíslason hefur verið ráðinn til starfa hjá KEA en hann mun hafa umsjón með sérhæfðum fjárfestingum fyrirtækisins.

Björn er 40 ára gamall sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri en hann er að auki með M.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.  Björn hefur hlotið löggildingu sem verðbréfamiðlari. 

Björn hefur síðustu ár starfað sem rekstrarstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Stefnu á Akureyri en þar áður starfaði Björn hjá Íslenskum verðbréfum sem sjóðstjóri sérhæfðra fjárfestinga.  Björn hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja á liðnum árum.