Nýr starfsmaður KEA

KEA hefur ráðið til starfa Sverri Gestsson en hann mun hafa yfirumsjón með fjárfestingum KEA í skráðum verðbréfum og öðrum þróuðum fjármálaafurðum.  Sverrir er 36 ára iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands og  viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst.     Sverrir hefur starfað við stýringu sjóða hjá Glitni síðan 2003 nú síðast sem sjóðstjóri, en Sverrir hefur einnig unnið hjá Þróunarfélagi Íslands við greiningu og mat fjárfestingatækifæra.   
Sverrir mun hefja störf hjá KEA seinnihluta febrúarmánuðar.