Opið hús hjá Norðlenska fyrsta vetrardag

KEA ásamt Landsbankanum leggja Norðlenska lið í að bjóða landsmönnum að koma og skoða starfsemi Norðlenska á Akureyri fyrsta vetrardag – laugardaginn 22. október. Jafnframt er öllum gestum boðið upp á að gæða sér á ekta íslenskri kjötsúpu. Börnunum verður boðið upp á kassaklifur. Að sögn Ingvars KEA ásamt Landsbankanum leggja Norðlenska lið í að bjóða landsmönnum að koma og skoða starfsemi Norðlenska á Akureyri fyrsta vetrardag – laugardaginn 22. október. Jafnframt er öllum gestum boðið upp á að gæða sér á ekta íslenskri kjötsúpu. Börnunum verður boðið upp á kassaklifur. Að sögn Ingvars Más Gíslasonar, markaðsstjóra Norðlenska, stendur Markaðsráð kindakjöts annað árið í röð fyrir súpukjötsdeginum á fyrsta degi vetrar. Þann dag hefur Markaðsráð tilnefnt sem hinn “Íslenska súpukjötsdag” og hvetur landsmenn til að gæða sér á íslenskri kjötsúpu. “Við tökum að sjálfsögðu þátt í þessu átaki og um leið ætlum við að kynna Akureyringum og nærsveitamönnum og landsmönnum öllum starfsemi okkar hér á Akureyri með opnu húsi frá kl. 13 til 16 nk. laugardag, 22. október. Þetta höfum við ekki gert áður, en við teljum fulla ástæðu til þess að gefa fólki kost á að kynna sér starfsemi okkar og sjá meðal annars hversu fullkomin og tæknivædd kjötvinnsla Norðlenska er orðin. Við munum m.a. sýna hvernig úrbeiningarlínan okkar, sem var þróuð í samstarfi Norðlenska og Marel, virkar, en uppsetning nýrrar vinnslulínu á Húsavík fyrir lambakjöt árið 2002 og vinnslulínu fyrir stórgripi – svín, naut og hross - árið 2003 á Akureyri, braut blað í kjötvinnslu hér á landi og í raun í öllum heiminum. Ég efast ekki um að það er mjög forvitnilegt fyrir fólk að sjá þetta með eigin augum,” segir Ingvar Már og væntir þess að sjá sem flesta. ”Við munum bjóða öllum sem koma upp á íslenska kjötsúpu af bestu gerð, hér verður boðið upp á tónlist og krakkarnir geta farið í kassaklifur hér úti á planinu,” segir Ingvar Már.