RES Orkuskóli semur við Þekkingu

RES Orkuskóli sem er með aðstöðu í húsnæði Háskólans á Akureyri, bættist nýverið í ört stækkandi hóp viðskiptavina hjá Þekkingu.

Þekking mun annast þjónustu og rekstur á tölvukerfi Orkuskólans.Samningurinn nær m.a. yfir rekstur á vinnustöðvum, netbúnaði ogjaðartækjum hjá skólanum.

Þekking hefur umsjón og eftirlit með að allur þessi búnaður virki sem skyldi, auk þess að sjá um allt viðhald á honum. Notendur hafa ennfremur aðgengi að öflugu þjónustuveri Þekkingar sem tryggir þeim að skilvirka meðhöndlun verkbeiðna og úrlausn vandamála. Auk rekstrarþjónustunnar er Þekking að hýsa og afrita gögn fyrir Orkuskólann, bæði er um að ræða gögn skólans og námsgögn nemenda. Einnig fer öll tölvupóstþjónusta, fyrir nemendur og starfsmenn, í gegnum Þekkingu. Skólinn notar sérstakt kerfi, Moodle, við skipulagningu námskeiða. Lausnin er hýst á virtual netþjóni hjá Þekkingu sem tryggir að lausnin er í öruggu umhverfi ásamt því að eftirlit er haft með uppitíma hennar. Þekking hefur sömuleiðis veitt skólanum ráðgjöf við val á leyfisleiðum í Microsoft.

Sigrún Lóa Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri RES Orkuskóla, segir að ástæða þess að Þekking varð fyrir valinu, sem þjónustuaðili, sé sú mikla breidd sem fyrirtækið hafi upp á að bjóða í þjónustu og ráðgjöf.
Þekking hafi einnig mikla reynslu í hýsingar þjónustu en mikil áhersla er lögð á að gögn skólans séu í öruggu umhverfi þar sem aðgengi og afritun þeirra eru tryggð.
Undanfarin fjögur ár hefur verið unnið að stofnun alþjóðlegs háskóla á sviði endurnýjanlegra orkugjafa sem starfa mun á Akureyri. Um er að ræða einkarekna mennta- og vísindastofnun. RES – the School for Renewable Energy Science er til húsa í nýjum vísindagörðum við Háskólann á Akureyri og mun byggja starfsemi sína á forystu Íslendinga á sviði orkumála. Skólinn er einn fárra skóla á þessu sviði í heiminum. Skólinn hóf formlega starfsemi sína í febrúar á þessu ári. Hjá skólanum starfa 4 starfsmenn og við skólann stunda 31 nemandi nám. Nemendur koma víða að frá Evrópu og Norður Ameríku. Nánari upplýsingar um RES Orkuskóla má finna á heimsíðu hans, http://res.is/is