Saga KEA

Saga KEA hefur nú verið gerð aðgengileg á heimasíðu félagsins þar sem sögu félagsins er gerð skil í máli og myndum. Fyrirtækið Gagarín vann margmiðlunardisk fyrir KEA árið 2007 og fengu félagsmenn þá diskinn afhentan að gjöf auk þess sem efnið var gert aðgengilegt á heimasíðu félagsins. Forrit það sem diskurinn studdist við úreltist fyrir nokkrum árum og hefur nú Stefna ehf. fært efnið í aðgengilegt form og sett upp á heimasíðu KEA.

saga.kea.is