Samkaup gefur 20 félagsmönnum KEA gjafakort í Nettó

Í tilefni af vel heppnuðum Kaupdögum KEA ákvað Samkaup að gefa 20 félagsmönnum KEA gjafakort í Nettó að verðmæti 10 þúsund krónur hvert. 

Mikil og góð samvinna hefur verið á milli KEA og Samkaupa í gegnum KEA kortið. Nú að afloknum Kaupdögum KEA segir verslunarstjóri Nettó, Sigurður Örn Kristjánsson, verslun hafa verið mjög góða og almenn ánægja hafi verið með afsláttarkjör þau sem Nettó hefur boðið félagsmönnum.

Eftirtaldir félagsmenn hlutu 10 þúsund króna úttekt í Nettó:Eggert Kristinn Brynleifsson, Stefán Hermannsson, Frímann Björn Hauksson, Guðrún Hólmfríður Gunnarsdóttir, Sigmar Ingi Ágústsson, Erhard Joensen, Andrés V Kristinsson, Klara Guðmundsdóttir, Arnbjörg Halldórsdóttir, Margrét Dóra Kristinsdóttir, Ólöf Marín Hlynsdóttir, Sigríður Birna Ólafsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Kristrún Linda Björnsdóttir, Stefán Hallgrímsson, Guðríður Sigurgeirsdóttir, Lars Óli Jessen, Margrét Lára Jóhannsdóttir, Þórey Þóroddsdóttir og Birkir Gunnlaugsson.