Samkaup kaupir valdar verslanir Basko

Samkaup og Basko hafa komist að samkomulagi um að Samkaup kaupi valdar verslanir í eigu Basko.
Samkomulagið er enn háð fyrirvörum, m.a. um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins. 

Samkaup rekur um fimmtíu verslanir um allt land undir heitum Nettó, Kjörbúð og Krambúð. Basko rekur verslanir undir vörumerki 10-11, Iceland, Háskólabúðin og Inspired By Iceland.

KEA á um 5% hlut í Samkaupum.