Samstarfsyfirlýsing KEA og Akureyrarbæjar

KEA og Akureyrarbær hafa staðfest samstarfsyfirlýsingu, sem hefur fyrst og fremst að markmiði að stuðla að uppbyggingu þekkingarþorps á svæði Háskólans á Akureyri.

Í því skyni hefur Bæjarstjórn Akureyrar unnið að breytingu á skipulagi svæðis Háskólans á Akureyri, þar sem er gert ráð fyrir fjölbreyttri háskólastarfsemi og athafnasvæði fyrir samstarfsstofnanir og fyrirtæki sem vinna að rannsóknum og þróunarstarfi.

Fyrir liggja áætlanir um viðbyggingu við Borgir, sem verði fyrsti áfangi svokallaðra vísindagarða. KEA og Akureyrarbær lýsa vilja til að efla Þekkingarvörður ehf. til að takast á við uppbyggingu vísindagarðanna og leita eftir þátttöku fjárfesta og annarra að félaginu.