Stefna fjölgar starfsmönnum

Stefna hefur bætt við sig tveimur nýjum starfsmönnum. Það eru Valur Hauksson og Martha Dís Brandt.Valur er tölvunarfræðingur að mennt og verður að vinna við forritun hjá Stefnu. Martha er einnig tölvunarfræðingur og mun hlutverk hennar vera verkefnastjórnun og kennsla á vefumsjónarkerfi Stefnu, Moya. Valur og Martha eru bæði útskrifuð sem tölvunarfræðingar úr Háskólanum á Akureyri. Í dag starfa fimm tölvunarfræðingar frá HA í Stefnu.