Stefnt að ræktun á 800 tonnum af bláskel á ári í Eyjafirði

Þessi mynd var tekin af undirritun samningsins á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri í dag. Á mynd…
Þessi mynd var tekin af undirritun samningsins á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri í dag. Á myndinni eru meðal annarra Haraldur Ingi Haraldsson frá Norðurskel, Helgi Aðalsteinsson frá Tækifæri hf., Halldór Jóhannsson frá KEA, Víðir Björnsson frá Norðu
Í dag var undirritaður samningur um fjármögnun á uppbyggingu ræktunar á bláskel í Eyjafirði á vegum fyrirtækisins Norðurskeljar ehf. í Hrísey. Samningurinn miðar að því að byggja upp 800 tonna ræktun á bláskel á ári, innan þriggja ára, en félagið hefur ræktunar- og starfsleyfi á þremur stöðum í EyjaÍ dag var undirritaður samningur um fjármögnun á uppbyggingu ræktunar á bláskel í Eyjafirði á vegum fyrirtækisins Norðurskeljar ehf. í Hrísey. Samningurinn miðar að því að byggja upp 800 tonna ræktun á bláskel á ári, innan þriggja ára, en félagið hefur ræktunar- og starfsleyfi á þremur stöðum í Eyjafirði – við Dagverðareyri, Rauðuvík og Hrísey. Nú er Norðurskel með um 50 km af lirfusöfnurum (línum) í sjó, en sá samningur sem nú er í höfn, gerir ráð fyrir að næstu þrjú árin verði settir út um 100 km af lirfusöfnurum á ári. Eftir endurfjármögnun Norðurskeljar eru hluthafar í félaginu eftirfarandi: 25% - Fumkvöðlar í Norðurskel – Víðir Björnsson, Steinþór Guðmundsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Þórarinn Þórarinsson, Guðni Björn Gunnlaugsson og Erlendur Steinar Friðriksson 20% - Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar 20% - Kaupfélag Eyfirðinga svf. 20% - Tækifæri hf. 15% - Akureyrarbær, Sæplast hf. og Byggðastofnun Árið 2000 hóf Norðurskel ehf. ræktun á bláskel í Eyjafirði og hefur aflast mikil vitneskja um ræktunarskilyrði, hvað beri að varast og hverjir séu styrkleikar svæðisins. Bláskel frá Norðurskel hefur m.a. verið á boðstólum á nokkrum hérlendum veitingastöðum og hefur fengið mjög góða dóma. Áðurnefndur samningur gerir ráð fyrir verulegri aukningu framleiðslu á næstu árum og útflutningi í kjölfarið.