Tækifæri hf. eykur hlut sinn í Jarðböðunum

Tækifæri hf. sem er dótturfélag KEA hefur aukið við eignarhlut sinn í Jarðböðunum í Mývatnssveit og er hann nú rúmlega 44% og er Tækifæri stærsti hluthafi félagsins.  Skútustaðahreppur hefur selt allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu og neytti Tækifæri forkaupsréttar síns í þeim viðskiptum.  Rekstur Jarðbaðanna hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum í samræmi við auknar komur erlendra ferðamanna til landsins. Töluverð uppbygging er framundan hjá Jarðböðunum í nýrri og betri aðstöðu en núverandi húsakostur hefur þjónað sínum tilgangi og afkastar ekki nægjanlega á háannatíma.  Aðrir helstu eigendur Jarðbaðanna eru Bláa Lónið og Landsvirkjun en samtals eiga 3 stærstu hluthafarnir 88% hlutafjár í dag.