Tíu þúsund félagsmenn

Örn Kató Hauksson, Þorbjörg Ólafsdóttir, Pétur Bolli Jóhannesson, sem tók við gjöf fyrir dóttur sína…
Örn Kató Hauksson, Þorbjörg Ólafsdóttir, Pétur Bolli Jóhannesson, sem tók við gjöf fyrir dóttur sína, Dagnýju Bolladóttur, Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, Eva Þórunn Ingólfsdóttir og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir frá KEA.
Félagsmenn KEA eru nú orðnir 10.000 og hefur þeim fjölgað um rúm 25% á síðustu þremur mánuðum. Sérstaka athygli vekur að nýir félagsmenn dreifast hlutfallslega jafnt á starfssvæði KEA sem spannar Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Það hefur einnig verið ánægjulegt að sjá að félagsmenn eru á öllum aldri.Ljóst er að almennt er mikill áhugi á því sem KEA vinnur að í þágu félagsmanna sinna. Síðastliðinn föstudag skráði tíuþúsundasti félagsmaðurinn sig í KEA og fékk að því tilefni glæsilega starfræna myndavél að gjöf frá félaginu. Sá heppni heitir Ingólfur Árnason og býr á Húsavík. Auk þess voru sl. föstudag dregin út nöfn 6 einstaklinga sem hafa skráð sig í félagið frá því í nóvember 2005. Þessir aðilar fengu að launum veglegar gjafir frá KEA, m.a. matarkörfur, bækur, myndavélar og fleira. Þann 10. febrúar næstkomandi verða aftur dregin út nöfn átta nýrra félagsmanna og mun hver þerira hljóta að gjöf flugferð fyrir tvo frá Akureyri til Kaupmannahafnar.