Úthlutun úr Háskólasjóði KEA

Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA og Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri, afhentu í dag styrki úr Háskólasjóði KEA við athöfn sem fram fór á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð.

Að þessu sinni voru veittir átta  rannsóknastyrkir en fimmtán umsóknir bárust sjóðnum. Við úthlutun úr sjóðnum er horft til þess að verkefnin tengist starfsemi skólans. Einnig hlutu þrír nemar viðurkenningu fyrir góðan námsárangur við brautskráningu úr háskólanum, sem fram fór í dag. Þetta er í tólfta sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA og var heildarupphæð styrkja 4,1 mkr.

Eftirtalin rannsóknaverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA:

Vaxandi áhugi og áhrif ríkja í Asíu á málefnum heimskautanna: Sjónarhorn frá Íslandi
Rannsóknamiðstöð ferðamála – Edward Huijbens
Kr. 400.000,-

Viðhorf, kunnátta og vilji Íslendinga til að aðlagast loftslagsbreytingum
Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri – Eva Halapi 
Kr. 600.000.-

Ráðstefna um nýtingu loðnu
Viðskipta- og raunvísindasvið – Hörður Sævaldsson
Kr. 400.000.-

Hvers vegna eru útlendingar svona ánægðir hér ?
Hug- og félagsvísindasvið – Markus Meckl
Kr. 400.000.-

Hugleikur – samræður til náms
Miðstöð skólaþróunar og kennaradeild – Sólveig Zophoníasdóttir
Kr 300.000.-

Norðurslóðir á 21. öld
Hug- og félagsvísindasvið – Rachael Lorna Johnstone
Kr 200.000.-

Vaðlaheiðargöng – samfélagsáhrif
Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri – Hjalti Jóhannesson
Kr 1.000.000.-

Auðlindasetur
Viðskipta- og raunvísindasvið – Ögmundur Knútsson
Kr 700.000.-

Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:

Viðskipta- og raunvísindasvið:
Baldur Ingi Karlsson
Kr. 50.000,-

Heilbrigðisvísindasvið:
Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir
Kr. 50.000,-

Hug- og félagsvísindasvið:
Heiðar Ríkharðsson
Kr. 50.000,-