Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA í gær, fimmtudaginn 26.nóvember. Þetta var í 82. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Auglýst var eftir styrkjum í september síðastliðnum og bárust 152 umsóknir. Veittir voru 35 styrkir, samtals að fjárhæð 6,51 milljón króna.

Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, ungum afreksmönnum, þátttökuverkefnum og íþróttastyrkjum. Tólf aðilar hlutu almenna styrki, hver að fjárhæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittir tólf styrkir, samtals 1,8 milljón króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,4 milljónum króna og hlutu fjórir aðilar styrk. Sjö íþróttastyrkir voru veittir, samtals 1,51 milljón króna.

Almennir styrkir, styrkupphæð kr 150.000.-

Dansfélagið Vefarinn – til að kynna og kenna þjóðdansa, þjóðlög og búninga í skólum í nærumhverfinu

Alþjóðlegt eldhús 2016 – til að halda sýningu þar sem fólk frá mismunandi löndum kemur saman og kynnir sig og sýna menningu og matreiðslu

Kvennakór Akureyrar – til að halda veglega tónleika á Akureyri með einsöngvurum og undirleikurum

Ferðamálafélag Hríseyjar – til að setja upp söguskilti á áningarstað á háeyjunni í Hrísey

Karlakór Akureyrar Geysir – til að fjármagna söngferð til Ítalíu árið 2016

Rósa Rut, Inga og Ása Þórisdætur – fyrir bókaútgáfu í minningur föður þeirra Þóris Haraldssonar, bók um hvítabirni

Menningarfélagið Berg ses – fyrir Klassík í Bergi, tónleikaröð veturinn 2015-2016

Sögufélag Hörgársveitar – til að gefa út tímaritið Heimaslóð

Kirkjukór Húsavíkur – til að halda tónleika til minningar um Friðrik Jónsson, tónskáld og organista, sem hefði orðið 100 ára á þessu ári

Ísold kammerkór – til tónleikahalds á Akureyri og Þingeyjarsýslum

Grófin geðverndarmiðstöð – til standsetningar á aðstöðu félagsins

Samtök sykursjúkra á norðurlandi – til uppbyggingar á aðstöðu félagsins

Ungir afreksmenn, styrkupphæð kr. 150.000.-

Viktor Samúelsson, lyftingar

Bryndís Rún Hansen, sund

Steinunn Erla Davíðsdóttir, frjálsar íþróttir

Silvía Rán Sigurðardóttir, knattspyrna

Dofri Vikar Bragason, júdó

Jóhann Þór Hólmgrímsson, skíði fatlaðra

Kristján Benedikt Sveinsson, golf

Una Haraldsdóttir, píanó/orgel

Jónína Kristjánsdóttir, skíðaganga

Emilía Rós Ómarsdóttir, listhlaup á skautum

Matthías Már Stefánsson, íshokkí

Halldór Logi Valsson, Jiu-Jitsu

Íþróttastyrkir

Foreldrafélag íshokkídeildar Skautafélags Akureyar, kr. 250.000.- til að kaupa æfingafatnað og búnað fyrir yngstu börnin

Íþróttafélagið Eik, kr. 250.000.- til að styrkja iðkendur hjá félaginu, aðallega vegna ferðakostnaðar í keppnisferðum

Skíðafélag Akureyrar brettadeild, kr. 250.000.- til að byggja upp aðstöðu deildarinnar

ÞórKA kvennaknattspyrna, kr. 250.000.- til að fjármagna rekstur á ÞórKA kvennaliðinu

Skíðafélag Dalvíkur, kr. 200.000.- til að halda skíðanámskeið fyrir börn í fyrsta bekk og kynna þau fyrir skíðaíþróttinni

Blakdeild Völsungs, kr.  110.000- til að endurnýja blakbúnað og efla þjálfun og auka þannig blakiðkun á meðal barna og unglinga

Skíðafélag Ólafsfjarðar, kr. 200.000.- til að endurvekja skíðastökk fyrir ungt fólk á Ólafsfirði

Þátttökuverkefni

Aflið – samtök gegn heimilis- og kynferðisofbeldi, kr.  700.000.- til að fjármagna sjálfshjálparhópa, þar sem þátttakendur koma saman og sækja sér styrk til að takast á við vandamálin

Sögufélag Eyfirðinga, kr. 300.000.- til að gera nafnaskrá við ritið „Eyfirðingar framan Glerár og Varðgjár“.  Jarða og búendatal og lokafrágangur fyrir prentun.

Menningarhúsið Tjarnarborg, kr. 200.000.- til að halda fimm menningarviðburði byrir börn og unglinga í janúar til maí 2016

Pétur Guðjónsson, kr. 200.000.- til að fjármagna stuttmynd um fíkniefnavandann sem sýnd verður í forvarnarskyni m.a. í grunnskólum