Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri,  afhenti í gær styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA.

Þetta er í 79. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu á Akureyri. Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og barst 141 umsókn. 
Veittir voru 36 styrkir, samtals að fjárhæð 6 milljónir króna.

 

Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, flokki ungra afreksmanna, til þátttökuverkefna og íþróttastyrkjum. Ellefu aðilar hlutu almennan styrk, hver að fjárhæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittar fjórtán viðurkenningar og styrkir, rúmlega 1,7 milljón króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1.250 þúsund krónum og hlutu fjórir aðilar styrk. Sjö íþróttastyrkir voru veittir, alls 1.400 þúsund krónur.
 
Almennir styrkir, styrkupphæð kr. 150.000,-. 
 
 Aflið samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi, til reksturs félagsins.
 Samkór Svarfdæla, til að gera dagskrá í tali og tónum um ævi Jóhanns Svarfdælings á hundrað ára afmælisári hans 2013.
 Leikfélag Húsavíkur, til að varðveita og skrásetja sögu leikfélagsins.
 Geðlist, til að kaupa verkfæri til listsköpunar.
 Útgerðarminjasafnið á Grenivík, til að ganga frá bílastæðum í kringum safnið. 
 Hörður Geirsson, til að taka myndir á gler- og álplötur og gefa út ljósmyndabók. 
 SÍMEY/Fjölmennt, til að halda hátíðina List án landamæra.
 Leikfélag Hörgdæla, til að skrifa leikrit um Djáknann frá Myrká.
 Slökkvilið Siglufjarðar F-314, til að gera upp fyrsta slökkvibíl Siglufjarðar í tilefni 100 ára afmælis      slökkviliðsins 2015.
 Listvinafélag Akureyrarkirkju, til að kaupa flygil fyrir kirkjuna.
 Kór Glerárkirkju, til tónleikahalds í tilefni  20 ára vígsluafmælis kirkjunnar.
 
Ungir afreksmenn, styrkupphæð kr. 125.000,-.
 
 Brynjar Leó Kristinsson, skíðaganga.
 Gunnar Björn Jónsson, söngur.
 Ævar Ingi Jóhannesson, knattspyrna.
 Arnar Geir Ísaksson, skíði.
 Ævarr Freyr Birgisson, golf.
 Sveinborg Katla Daníelsdóttir, taekwondo.
 Gísli Björgvin Gíslason, leiklist.
 Grétar Skúli Gunnarsson, kraftlyftingar.
 Ómar Smári Skúlason, íshokkí
 Haukur Fannar Möller, taekwondo. 
 Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, golf.
 Agnes Eva Þórarinsdóttir, efnafræði. 
 Benedikt Rúnar Valtýsson, blak.
 Sigrún Mary McCormick, fiðluleikur.
 
Íþróttastyrkir, styrkupphæð kr. 200.000,-.
 Karatefélag Akureyrar, til að kaupa dýnur á keppnis- og æfingavöll félagsins.
 Íþróttafélagið Völsungur – Skíðagöngudeild,til að standa fyrir 60 km skíðagöngu fyrir almenning.
 Ungmenna- íþróttasamband Fjallabyggðar, til að halda vetrarleika.
 Hjólabrettafélag Akureyrar, til að opna innanhúss-hjólabrettaaðstöðu.
 Ungmennafélagið Smárinn, til að kaupa hástökksdýnu, rár og tartar startblokkir.
 Fimleikadeild UMFS, til áhaldakaupa fyrir  félagið. 
 Golfklúbbur Akureyrar, til uppbyggingar á æfingasvæði klúbbsins.
 
 Þátttökuverkefni:
 
 Iðnaðarsafnið á Akureyri, kr. 250 þúsund, til að setja upp upplýsingaspjöld við safnmuni.
 Síldarminjasafn Íslands, kr. 250 þúsund, til að endurgera verkstæðishús gamla Slippsins á Siglufirði.
 Jakob Björnsson fh. óstofnaðs útgáfufélags, kr. 250 þúsund, til að rita og gefa út Sögu starfsmannafélags verksmiðja Sambandsins. 
 Gamli bærinn Öngulsstöðum, kr. 500 þúsund, til uppbyggingar á gamla bænum á Öngulsstöðum.