Úthlutun úr Menningar-og viðurkenningasjóði KEA

KEA hefur afhent styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði félagsins. Þetta var í 87. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Úthlutað var 13,5 milljónum króna til 46 aðila. Vegna sóttvarnarsjónarmiða fór engin eiginleg athöfn fram að þessu sinni.

Styrkúthlutun tók til fjögurra flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Rannsókna- og menntamála, ungra afreksmanna og Íþrótta- og æskulýðsfélaga. 

Smelltu hér til að sjá umfjöllun N4 um afhendinguna

Í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni hlutu 16 aðilar styrki, rúmlega 2,8 milljónir króna.

 • AkureyrarAkademían, til að halda fyrirlestra á öldrunarheimilum Akureyrarbæjar
 • Kór fyrir alla, rekstrarstyrkur
 • Erla Dóra Vogler, til að halda tónleika með sönglögum við ljóð Þórarins Eldjárns
 • Ferðafélag Akureyrar, vegna byggingar þjónustuhúss við Drekagil
 • Félag um Ljóðasetur Íslands, til að setja upp upplýsingaspjöld á safninu
 • Flugsafn Íslands, vegna Flugdagsins 2021
 • Grófin geðverndarmiðstöð, til kaupa á tækjabúnaði
 • Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, til að halda fyrirlestra um sjálfsrækt
 • Hrútafélagið, til að halda Hrútadaginn 2021
 • Iðnaðarsafnið á Akureyri, vegna uppsetningar sýninga og fyrirlestra
 • Kammerkór Norðurlands, rekstrarstyrkur
 • Kór eldri borgara á Akureyri, Í fínu formi, rekstrarstyrkur
 • Leikfélag Menntaskólans á Akureyri, vegna uppsetningar á söngleiknum Hjartagulli
 • Pétur Þór Jónasson, til að halda ráðstefnuna, Maturinn, jörðin og við
 • Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, til að halda Vísindaskóla unga fólksins
 • Þórduna, nemendafélag VMA, f.h. leikfélags VMA, til uppsetningar á söngleiknum Grís

Í flokknum Íþrótta- og æskulýðsmál hlutu 17 aðilar styrki samtals um 8,5 milljónir króna.

 • Braggaparkið
 • Fimleikafélag Akureyrar
 • Hestamannafélagið Léttir Akureyri
 • Íþróttafélagið Magni
 • Íþróttafélagið Völsungur
 • Íþróttafélagið Þór
 • Knattspyrnufélag Akureyrar, KA
 • KFUM og KFUK Akureyri
 • Knattspyrnudeild UMFS, Dalvík/Reynir
 • Knattspyrnufélag Fjallabyggðar
 • Kvennaráð KA/Þórs
 • Skautafélag Akureyrar
 • Skíðafélag Dalvíkur
 • Skíðafélag Ólafsfjarðar
 • Sundfélagið Óðinn
 • Ungmennafélagið Smárinn, Hörgársveit
 • Þór/KA kvennaknattspyrna

Í flokknum Ungir afreksmenn, hlutu 12 aðilar styrk hver að upphæð kr 150.000.-

 • Alexander Smári Kristjánsson Edelstein, píanó
 • Andrea Ýr Ásmundsdóttir, golf
 • Arnar Valur Vignisson, frjálsar íþróttir
 • Birnir Vagn Finnsson, frjálsar íþróttir
 • Daði Jónsson, handbolti
 • Elmar Þór Jónsson, knattspyrna
 • Glódís Edda Þuríðardóttir, frjálsar íþróttir
 • Gunnar Eyjólfsson, frjálsar íþróttir
 • Gunnar Pálmi Hannesson, blak
 • Jakob Franz Pálsson, knattspyrna
 • Jakobína Hjörvarsdóttir, knattspyrna
 • Sveinn Margeir Hauksson, knattspyrna

Eitt verkefni hlaut styrk í flokki Rannsókna- og menntamála, 350 þúsund krónur.

 • Birgir Guðmundsson, til að kortleggja stöðu staðbundinnar fjölmiðlunar í kjölfar Covid-19