Vegna fréttar RÚV um starfskjör framkvæmdastjóra

Vegna fréttar RÚV  og nokkurra vefmiðla um starfskjör framkvæmdastjóra félagsins vill stjórnarformaður koma eftirfarandi á framfæri við félagsmenn.

Fyrir um einu og hálfu ári eða í ársbyrjun 2014 var endursamið um starfskjör framkvæmdastjóra félagsins en kjör hans höfðu staðið óbreytt frá árinu 2007 eða í rúmlega 6 ár.  Á sama tímabili hafði launavísitala hækkað um 45%.  Þetta leiddi til þess að breytingin varð nokkuð mikil en hana þarf að skoða í ljósi þess að framkvæmdastjórinn hafði setið verulega eftir í kjörum í langan tíma og hafði ekki náð að halda í við almennar launabreytingar á þessu tímabili.  Mikilvægt er fyrir KEA að geta greitt lykilstarfsmönnum sínum samkeppnishæf laun.

Ekki er hægt að tengja þessa eins og hálfs árs gömlu ákvörðun yfirstandandi kjaradeilum, enda hefur KEA fremur verið að elta launaþróunina en móta hana.

Birgir Guðmundsson, stjórnarformaður