Um KEA

Starfsemi KEA hefur á síðustu árum tekið miklum breytingum.  Félag sem áður hafði með höndum umfangsmikinn og fjölbreyttan rekstur hefur nú þróast í að vera þátttökufélag þar sem kjarnastarfsemin er fjárfestingar. 

Auk þess að  vinna að fjárfestingastarfsemi í gegnum dótturfélögin leggur félagið metnað sinn í að styðja við ýmis samfélagsleg verkefni meðal annars í gegnum Menningar- og viðurkenningasjóð félagsins.