Fréttir

KEA-fregnum dreift í um tólf þúsund eintökum

Í dag verður dreift með Dagskránni á Akureyri KEA-fregnum, sem er átta síðna blað í A-4 stærð. Blaðinu verður síðan dreift síðar í vikunni inn á öll heimili í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu sem og á Siglufirði. Heildarupplag er um 12 þúsund eintök. Í þessu fyrsta fréttabréfi, sem KEA svf. gefur út

Norðurvegur ehf. stofnaður

Í dag var stofnað á Akureyri undirbúningsfélag vegna hugsanlegs nýs norðurvegar um Stórasand, Norðurvegur ehf. Stofnhlutafé er 11 milljónir króna, en heimild er til að auka hlutafé í fimmtán milljónir króna. Kaupfélag Eyfirðinga er stærsti hluthafinn í félaginu, með fimm milljónir króna, Akureyr

KEA styrkir Davíðstónleika 21. janúar - öllum á félagssvæðinu boðið á tónleikana

Um komandi helgi verður efnt til heilmikillar hátíðar á Akureyri í tilefni af því að 110 ár eru liðin frá því að Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, fæddist. Hluti af þessari hátíð eru hátíðartónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis í Glerárkirkju kl. 20.30 nk. föstudag, en þar mun kórinn ásamt eins

Ungir og efnilegir íþróttamenn fá veglega styrki frá KEA

Í dag tóku níu ungir og stórefnilegir íþróttamenn við 250 þúsund króna styrk hver frá Menningar- og viðurkenningasjóði Kaupfélags Eyfirðinga. Fulltrúi tíunda styrkþegans var mættur til að taka við hans styrkupphæð. Þeir sem hlutu styrk í þessum flokki, sem tekur til ungra afreksmanna á sviði mennta

Fjölmenni við úthlutun styrkja úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Þrátt fyrir að veður væri ekki eins og best verður á kosið í dag var mjög vel mætt þegar styrkir úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA voru afhentir í dag. Eins og kom fram í frétt á heimasíðunni í gær fengu 27 styrki að þessu sinni, þar af flokkast 17 styrkir undir A-flokk, þ.e. styrkir sem tak

Tuttugu og sjö styrkir - heildarstyrkupphæð röskar fimm milljónir króna

Á morgun, miðvikudaginn 22. desember, verður tilkynnt um úthlutun 27 styrkja úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA og er heildarstyrkupphæðin 5.050.000 kr. Úthlutunin fer fram á Fiðlaranum og hefst kl. 16. Alls bárust 85 umsóknir um styrki úr sjóðnum að þessu sinni, þar af var ein umsókn dregin ti

KEA og Norðlenska leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið

Í dag, mánudaginn 20. desember, afhentu forsvarsmenn KEA og Norðlenska, Hjálparstarfi kirkjunnar á Akureyri áttatíu matarpoka, sem verður dreift til skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar í Eyjafirði og á Húsavík núna fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti. A

86 umsóknir um styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði

Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA bárust 86 umsóknir að þessu sinni, en frestur til að skila inn umsóknum rann út þann 20. nóvember sl. Úthlutað er tvisvar á ári úr Menningar- og viðurkenningasjóði. Að þessu sinni er úthlutað annars vegar til málefna, einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna

Fjörlegar umræður á fulltrúaráðsfundi

Á fulltrúaráðsfundi KEA á Akureyri í gærkvöld kynntu Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri, fulltrúaráðsfólki ýmis þau verkefni sem KEA hefur haft til umfjöllunar. Benedikt kynnti stöðu mála varðandi Vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið, en sem kunnugt

Tveir nýir starfsmenn hjá KEA

Ásta Guðný Kristjánsdóttir og Halldór Jóhannsson, sem áður störfuðu hjá Kaldbaki hf., hafa verið ráðin til starfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga svf. og munu þau hefja störf fljótlega. Ásta Guðný verður aðstoðarmaður framkvæmdastjóra en Halldór gegnir starfi fjárfestingarstjóra KEA. Ásta Guðný