22. nóvember, 2005
KEA efnir til svokallaðra Kaupdaga dagana 23. nóvember til 18. desember 2005. Kaupdagar fela það í sér að á áttunda þúsund félagsmenn KEA fá senda inneignarmiða að andvirði kr. 6.000 auk þess sem þeim bjóðast góð afsláttarkjör af vöru og þjónustu fyrirtækja á félagssvæðinu á þessu tímabili.
Á sl
22. nóvember, 2005
Það er léttur leikur að gerast félagsmaður í KEA. Hér til hægri á forsíðunni er hnappur "Skráning nýrra félagsmanna í KEA", þar sem hægt er að skrá félagsaðild á einfaldan hátt.
Rétt er að taka fram að félagsaðild í KEAfylgja engar kvaðir eða skuldbindingar.
24. október, 2005
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarfulltrúi KEA og hefur hún störf nú þegar. Ingibjörg er 29 ára og lauk Bsc. gráðu í tölvu- og upplýsingatækni frá Háskólanum á Akureyri árið 2001. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar frá árinu 2004 en þar áðu
19. október, 2005
Núna á haustdögum gefur KEA börnum í yngstu bekkjardeildum grunnskóla á félagssvæðinu reglustrikur, strokleður, vasareiknivélar og endurskinsmerki. Þessa dagana er verið að senda gjafirnar út í skólana og í morgun færði Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, krökkum í öðrum bekk Síðuskóla að gjöf
17. október, 2005
KEA ásamt Landsbankanum leggja Norðlenska lið í að bjóða landsmönnum að koma og skoða starfsemi Norðlenska á Akureyri fyrsta vetrardag laugardaginn 22. október. Jafnframt er öllum gestum boðið upp á að gæða sér á ekta íslenskri kjötsúpu. Börnunum verður boðið upp á kassaklifur.
Að sögn Ingvars
12. október, 2005
Í framhaldi af viðtali Morgunblaðsins við Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóra Slippsins Akureyri ehf., í dag vill KEA taka fram eftirfarandi:
Forsvarsmenn Slippsins Akureyri ehf. leituðu til KEA um að koma að hinu nýja félagi og áttu þeir fund með framkvæmdastjóra KEA s.l. mánudag og lögðu þar f
07. október, 2005
Sauðfjárslátrun hjá Norðlenska á Húsavík hefur gengið sérlega vel það sem af er, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar, vinnslustjóra fyrirtækisins á Húsavík. Afköst hafa verið mjög góð í sláturtíðinni og gæði hafa aldrei verið meiri. Gallaprósenta hefur legið nálægt 1%, sem að sögn Sigmundar er ótrúlega
03. október, 2005
Um þessar mundir er liðið eitt ár síðan Vaxtarsamningi Eyjafjarðarsvæðisins var ýtt úr vör. Á fyrstu mánuðum var unnið að því að skilgreina verkefnið og móta vinnuna framundan. Á síðustu mánuðum hefur ýmsum verkefnum verið ýtt úr vör undir fjórum skilgreindum klösum ferðaþjónustuklasa, mennta- og
30. september, 2005
KEA auglýsir eftir styrkumsóknum til Menningar- og viðurkenningarsjóðs félagsins. Styrkúthlutun fer fram í byrjun desember.
Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja þátta:
a) Málefna einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæði KEA. Um getur verið að
29. september, 2005
Samningur um sameiningu Ásprents Stíls, Límmiða Norðurlands og Prenttorgs var undirritaður í gær. Undirritunin var gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og ætti hún að liggja fyrir innan fárra vikna.
Fyrirtækin Límmiðar Norðurlands ehf. og Prenttorg ehf. eru bæði í eigu Leifs Eirí