23. júní, 2005
Í júlí nk. hefst undirbúningsvinna fyrir rannsóknaboranir vegna gerðar jarðganga undir Vaðlaheiði og er miðað við að síðla september verði lokið við að bora rannsóknaholurnar. Með þessum borunum fást nauðsynlegar upplýsingar um jarðlög svæðisins, þar með talinn vatnsleka í berglögunum. Að þeim loknu
21. júní, 2005
Lenging flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli er ein meginforsenda þess að unnt sé að hefja reglubundið millilandaflug frá Akureyrarflugvelli. Þetta kom fram í máli Njáls Trausta Friðbertssonar, rekstrarfræðings og flugumferðarstjóra, sem kynnti í dag á fundi á Hótel KEA skýrslu sem hann hefur tekið
16. júní, 2005
Efnt verður til opins kynningarfundar á Hótel KEA þriðjudaginn 21. júní kl. 12.10-13.20 þar sem kynnt verður verkefni sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur unnið að á undanförnum mánuðum undir heitinu: Millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til Evrópu, en verkefni hefur verið kos
15. júní, 2005
Í dag rituðu fulltrúar félagasamtaka og fyrirtækja á Akureyri undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu líknardeildar á lóð Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Á Akureyri hefur lengi verið brýn þörf á að byggja upp deild fyrir líknandi meðferð og hefur hópur áhugafólks unnið að því verkefni á síðust
08. júní, 2005
Sparisjóður Svarfdæla og Kaupfélag Eyfirðinga hafa ákveðið að hafa, í samstarfi við Dalvíkurbyggð, forystu um stofnun menningar- og náttúrufræðaseturs á Húsabakka í Svarfaðardal. Verið er að skipa starfshóp þessara aðila til að fylgja verkefninu eftir. Rekstur setursins verður í höndum sérstaks féla
07. júní, 2005
Á fundi stjórnar KEA í gær, 6 júní, var samþykkt eftirfarandi ályktun:
"Fagna ber ákvörðun um staðsetningu Landbúnaðarstofnunar á Selfossi sem staðfestir afstöðu ríkisstjórnarinnar til staðsetningar opinberra verkefna. Stjórn KEA ítrekar fyrri samþykktir varðandi þátttöku félagsins í undirbúningi
20. maí, 2005
Á fundi stjórnar KEA í gær, 19. maí, var samþykkt eftirfarandi ályktun:
Stjórn KEA lýsir vilja til að taka þátt í samstarfi um undirbúning að uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi. Stjórn KEA áréttar mikilvægi samstarfs á milli byggðarlaga varðandi staðarval. Stjórnin bendir á mikilvægi þess að b
30. apríl, 2005
Ný stjórn KEA var kjörin á aðalfundi KEA í dag. Benedikt Sigurðarson verður áfram stjórnarformaður félagsins, Björn Friðþjófsson varaformaður og Soffía Ragnarsdóttir ritari. Meðstjórnendur verða áfram þau Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Hannes Karlsson, en nýir meðstjórnendur í aðalstjórn eru Jóhannes
30. apríl, 2005
Þann 26. apríl sl. staðfesti samstarfsnefnd KEA og Háskólans á Akureyri úthlutun úr Háskólasjóði KEA. Í nefndinni eru Þorsteinn Gunnarsson, rektor, Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA og Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Þórleifur S. Björnsson, star
30. apríl, 2005
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í dag í verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri þar sem KEA bauð til veglegrar menningarveislu. Dagskráin, sem hófst kl. 13.30 og lauk laust fyrir kl. 17, var mjög fjölbreytt og höfðaði til allra aldurshópa.
Þetta er í þriðja skipti sem efnt er til slíkrar men