16. júní, 2008
Á háskólahátíðinni sem fram fór í Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri laugardaginn 14.júní sl. afhentu Kristján Möller, samgönguráðherra og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA sjö milljónir króna úr Háskólasjóði KEA.
27. maí, 2008
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti nýlega HL-stöðinni á Akureyri styrk að fjárhæð 2,5 milljónir króna til tækjakaupa.
20. maí, 2008
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, úthlutaði í dag styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Að þessu sinni var úthlutað úr tveimur flokkum; annars vegar íþróttastyrkjum og hins vegar styrkjum sem veittir eru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.
30. apríl, 2008
Viðurkenningar Húsverndunarsjóðs fyrir endurbætur á eldri byggingum voru afhentar á árlegri vorkomuhátíð Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.
23. apríl, 2008
Reisugildi var haldið í Hofi í dag að viðstöddu fjölmenni. Við það tækifæri var skrifað undir samkomulag KEA og Akureyrarbæjar um afhendingu flygils sem KEA mun festa kaup á og afhenda bænum til afnota í Hofi.
18. apríl, 2008
RES Orkuskóli sem er með aðstöðu í húsnæði Háskólans á Akureyri, bættist nýverið í ört stækkandi hóp viðskiptavina hjá Þekkingu.
18. apríl, 2008
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA og Björn Gunnarsson formaður Skíðafélags Akureyrar, hafa undirritað samning um stuðning KEA við Skíðafélag Akureyrar. Samningnum er sérstaklega ætlað að styrkja Andrésar Andar leikana sem haldnir verða dagana 24. til 26. apríl.
04. apríl, 2008
Í framhaldi af stofnfjáraðilafundi Sparisjóðs Höfðhverfinga hefur KEA gert samning um kaup á öllu stofnfé í sjóðnum með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins. Sparisjóður Höfðhverfinga er einn elsti sparisjóður landsins, stofnaður 1879. Í framhaldinu er gert ráð fyrir því að auka eigið fé sparisjóðsins verulega til þess að efla sjóðinn.
03. apríl, 2008
KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins.Styrkúthlutunin að þessu sinni tekur til tveggja flokka þar sem auglýst er eftir umsóknum úr flokki Ungra afreksmanna annars vegar og úr flokki íþróttamála hins vegar.
17. mars, 2008
KEA hefur, ásamt öðrum fjárfestum, fest kaup á Hafnarstræti 98. Fyrri eigendur hússins höfðu áformað niðurrif á því þegar húsafriðunarnefnd friðaði húsið síðasta haust og hefur nokkur umræða um húsið fylgt í kjölfarið.